Leita í fréttum mbl.is

10.085.000.000.000.-

Tíu milljónir milljóna... vá segir maður bara.  Hverslags tala er þetta eiginlega fyrir Íslendinga?

 Ja nú hvorki man ég né nenni að athuga hversu margir vinnufærir Íslendingar eru í vinnu (þrælkun) á Íslandi, en við skulum bara gefa okkur að það séu 150.000.-

 Nú ef við svo bara gefum okkur einnig að meðallaun þessa fólks sé 3.000.000.- á ári eftir skatt.  Það myndi þá þýða að íslenskir launþegar væru samtals að fá útborgað 450.000.000.000.- á ári.  Í orðum fjögur hundruð og fimmtíu þúsund milljónir.  Eða 4% af skuldastöðu bankanna við hrun.

 Náðuð þið þessu?  Þessar ca. ágiskuðu tölur mínar fá það út að Íslendingar þyrftu allir að borga öll sín útborguðu laun í aldarfjórðung til að borga skuldir bankanna.

Þið þurfið ekkert að setja út á þessar tölur nema þá til að setja dæmið inn rétt reiknað.  Þetta var bara svona til að setja þessa gríðarlega stóru tölu í eitthvað samhengi.  Afsakið sorglega samhengið sem ég valdi.

 

Góðar stundir


mbl.is Skuldir bankanna 86 milljarðar Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Haukur,

Það ættu að vera eitthvað um 200 þúsund á vinnumarkaði á Íslandi - eitthvað rúm 300 þúsund íbúar, svo þetta eru um 17 ár eða svo.  Skítt með hvort það eru 17 eða 25, þessar tölur eru með algjörum ólíkindum.  Þó HELD ég að hér sé verið að tala eingöngu um skuldir, ekki eignir, þannig að nettó skuldastaðan er væntanlega - vonandi - eitthvað lægri!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 16.9.2010 kl. 03:37

2 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Arnór.  Já við verðum að vona að þetta sé bara yfirlit innlána, ekki heildarmismunur eftir útreikninga.  Ég trúi nú varla öðru.  En annars var þetta dæmi mitt bara svona til að reyna að skilja stærð þessarar tölu.  Á sínum tíma var ég alltaf að reyna að hugsa eina milljón sem bara hundrað einfalda tíuþúsund kalla eða skitna 200 bláa fimmþúsund kalla... svo það yrði auðveldara að safna.  En þessi tala er svo rosaleg að maður bara á ekki orð.  Þetta er jafngildi rúmlega 400 þúsund 30 milljóna húsnæða...  Hehe, þannig að bankarnir skulda/uðu sem samsvarar einu einbýli pr. Íslending.

Góðar stundir

Haukur Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Sigurðsson
Haukur Sigurðsson
Einfaldar skodanir eins manns er fyrir utan stendur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband