Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

10.085.000.000.000.-

Tíu milljónir milljóna... vá segir maður bara.  Hverslags tala er þetta eiginlega fyrir Íslendinga?

 Ja nú hvorki man ég né nenni að athuga hversu margir vinnufærir Íslendingar eru í vinnu (þrælkun) á Íslandi, en við skulum bara gefa okkur að það séu 150.000.-

 Nú ef við svo bara gefum okkur einnig að meðallaun þessa fólks sé 3.000.000.- á ári eftir skatt.  Það myndi þá þýða að íslenskir launþegar væru samtals að fá útborgað 450.000.000.000.- á ári.  Í orðum fjögur hundruð og fimmtíu þúsund milljónir.  Eða 4% af skuldastöðu bankanna við hrun.

 Náðuð þið þessu?  Þessar ca. ágiskuðu tölur mínar fá það út að Íslendingar þyrftu allir að borga öll sín útborguðu laun í aldarfjórðung til að borga skuldir bankanna.

Þið þurfið ekkert að setja út á þessar tölur nema þá til að setja dæmið inn rétt reiknað.  Þetta var bara svona til að setja þessa gríðarlega stóru tölu í eitthvað samhengi.  Afsakið sorglega samhengið sem ég valdi.

 

Góðar stundir


mbl.is Skuldir bankanna 86 milljarðar Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faðir vorið við flökun...

Það held ég að fólki þætti maður duglega geðveikur ef maður færi fram á að farið yrði með Faðir Vorið við slátrun hér.  Ég tel nú flesta þá hér á landi sem ala dýr til matar öðrum í almennt nógu góðu jafnvægi til að bera virðingu fyrir dýrinu, sem og hvað dauðdagi þess þýðir fyrir okkur.  En að vera að kyrja einhverjar trúarvísur yfir dýrinu finnst mér öllum þeim sem að því koma til minnkunar og heimskunar.  Þá ertu hættur að selja bara dýrið og farinn að hengja verðmiða á eigin meiningar.  En svo er nú þetta með að auðvitað á að selja allar afurðir.  Það er þá bara hægt að segja að það hafi eitthvað verið gaulað yfir greyinu og nota svo bara sömu rök og þeir trúuðu; Það er ekkert hægt að afsanna það!  Meira ruglið alltaf í þessu trúaða liði.  Farið að verða ansi þreytt.

Lambakjöt á diskinn minn?  Já takhbar :)

 


mbl.is Fé slátrað að hætti múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiginlega frekar lítið...

Ég man eftir nokkrum gömlum tölum.   Fyrir einhverjum árum, kannski 2002 eða 2003, þá komu 73 milljarðar í kassann af bifreiðagjöldum og gjöldum tengdum bifreiðum og innflutningi þeirra.  Þá er ekki meðtalinn nokkur skattur sem kemur af viðskiptum með bifreiðar og iðnaði tengdum þeim.  37 milljarðar af þessum 73 voru notaðir í bifreiðatengda mannvirkjagerð þetta árið.  Það þótti lélegt á þeim tíma.  Eru 38 milljarðar á 5 árum ekki frekar lítið í þessu samhengi?

Æjá... ég gleymdi náttúrulega.  Við þurfum að borga skuldir annarra í útlöndum.  Ókei sorrý gleymdi mér bara.  

 Góðar stundir

 


mbl.is Framkvæmt fyrir 38 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel valin mynd...

Mér finnst ég bara verða að minnast á þetta.  Myndu engar bjöllur hringja hjá manni sem blaðamanni, ef að leikmaður ætlar ekki að spila með vegna olnbogameiðsla, og fyrir liggur að birta mynd af sama leikmanni alblóðugum í framan með þeirri grein?  Í alvöru talað... er fjölmiðlafólki netmiðla bara svona skítsama?  Hversu kjánalegt væri þetta í prentuðu útgáfu blaðsins?
mbl.is Sørensen úr leik hjá Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Haukur Sigurðsson
Haukur Sigurðsson
Einfaldar skodanir eins manns er fyrir utan stendur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband