Leita í fréttum mbl.is

Miðað við bestu aðstæður.

Mér finnst þetta nú lítið hugsað hjá þeim sem setur þetta svona út úr sér.  Það eru svo ótrúlega margir þættir sem hafa með það að gera hversu hratt og skipulega sjúkraflugið gengur fyrir sig, að það er ekkert annað en viðmiðunarlaust skot í myrkri að segja að flugvöllur annars staðar en í Vatnsmýri muni tefja allt ferlið um 45 mínútur.  Ég sé nú bara kálf af greininni hérna, en það verður forvitnilegt að sjá á morgun hvað hann Þorkell er að meina og við hvað hann miðar.  Það eru bara svo margir þættir í þessu að það er fáránlegt að tala um það núna að flutningur flugvallarins yrði á kostnað mannslífa.  Rólegur segi ég bara.

kv.

Haukur Sig.


mbl.is Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú segir að þetta sé viðmiðunarlaust skot í myrkri og lítið hugsað hjá honum. Myndu orð hans hafa meira vægi fyrir þig ef fram kæmi að hann er þjálfunar og yfirflugstjóri hjá Mýflugi, sem fyrir utan Gæsluna er eina leið sjúklinga til að vera fluttir fljótt og vel undir bestu mögulegu læknisþjónustu í landinu.

Ef þú talar við flugfólk og þá séstaklega flugmenn sem stundað hafa sjúkraflug þá eiga flestir a.m.k eina sögu þar sem mínútur skiptu sköpum.  

Flugmaður (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 08:53

2 identicon

Getur ekki verið að hann sé að meina að seinkunin feli m.a. í sér akstur frá Keflavíkurflugvelli að hátæknisjúkrahúsi í Reykjavík?

Garðar (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Sigurðsson
Haukur Sigurðsson
Einfaldar skodanir eins manns er fyrir utan stendur.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband