Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
13.4.2010 | 11:56
Bara peningar?
Það eru til margar ljótar sögur af því þegar "bara peningar" hætta að vera bara bara. Ef þið vitið hvað ég meina. En þessi saga er viðbjóður ef alsönn er. Og ég hvet afkomendur þessa manns til að fara í einkamál við þá aðila sem tóku á móti skilaboðum sonarins en keyrðu þó jafnhart á þann gamla. Þeir aðilar ættu náttúrulega að teljast heppnir ef það yrði sagan öll. Ég á eiginlega bara ekki til orð... og ég hef nú heyrt því fleygt að þegar orðin þrýtur taka hnefarnir við. Hver veit, það hlýtur einhverjum að ofbjóða þetta svo mikið að hann gerir eitthvað hvatvíst. Eða hvað? Mér finnst nú hljóma eins og einhverjir eigi þá hvatvísi skilið. Ég er ekki að hvetja til ofbeldis, ég er bara gáttaður eftir lestur síðasta sólarhrings.
Vá hvað við svertum okkar seinni tíma sögu í þessu magnaða góðæri. Viðbjóður.
Reynt að blekkja viðskiptavini bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)