Færsluflokkur: Bloggar
20.6.2011 | 07:35
Gott framtak.
Hvað sem menn vilja segja um Jón Gnarr, þá er þetta mjög gott framtak. Bara að lesa þessa litlu grein um hvað gerir þennan mann að fyrirmyndarmanni í augum nágranna síns, minnir mann á hversu mikilvægt það er að bara vera léttlyndur, réttsýnn og framtakssamur. Og verðlaunin hafa heldur ekki mikil útgjöld í för með sér fyrir borgina. Til hamingju Gunnlaugur.
Góðar stundir
Reykvíkingur ársins 2011 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2011 | 06:53
Miðað við bestu aðstæður.
Mér finnst þetta nú lítið hugsað hjá þeim sem setur þetta svona út úr sér. Það eru svo ótrúlega margir þættir sem hafa með það að gera hversu hratt og skipulega sjúkraflugið gengur fyrir sig, að það er ekkert annað en viðmiðunarlaust skot í myrkri að segja að flugvöllur annars staðar en í Vatnsmýri muni tefja allt ferlið um 45 mínútur. Ég sé nú bara kálf af greininni hérna, en það verður forvitnilegt að sjá á morgun hvað hann Þorkell er að meina og við hvað hann miðar. Það eru bara svo margir þættir í þessu að það er fáránlegt að tala um það núna að flutningur flugvallarins yrði á kostnað mannslífa. Rólegur segi ég bara.
kv.
Haukur Sig.
Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2011 | 16:04
Snúið á hvolf í dómnum...
Fékk ekki bætur eftir ófrjósemisaðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2011 | 23:11
Er reiknivélin biluð?
Svakalega er sérstakt að sjá þessi núll komma eitthvað prósent breytingar á vísitölu neysluverðs. Er það virkilega röng upplifun af Íslandi í dag að kaupmátturinn er hreinlega í klessu miðað við síðustu ár? Nú er ég ekkert að tala um aðgengi að lánsfé eða endurfjármögnunarmöguleika, heldur bara hvernig útborguð laun duga fyrir meðallifnaði. Með auknum sköttum, álagningum, nýjum duldum sköttum, hækkandi eldsneytisverði og hækkandi verðtryggðum lánum, þá held ég það sé ekki fjarri sannleikanum að mánaðarlaunin hafa sjaldan hrokkið jafn skammt. Ég er sem betur fer ekki í þessari stöðu sjálfur. Fyrir tilviljun staðsetti ég mig annars staðar í heiminum í miðju "góðæri" og ég hef lítinn áhuga haft á að snúa til baka. Ekki misskilja mig, Ísland er alltaf best í heimi. Það er bara það sem er að gerast á landinu núna sem gerir það ekki alveg jafnbest og það var. Leyfið mér að segja ykkur hvernig ég hef það þar sem ég er. Í stað þess að breyta gjaldmiðlinum eftir raunvirði, þá ætla ég bara að bæta einu núlli á launin mín og útgjöldin, á þá áttið þið ykkur mjög einfaldlega á því í íslenskum hversu mikill munur er á kaupmættinum í þessu tiltekna útlandi og svo á klakanum.
Vinnuvika: 37,5 tímar. (Heima vel fyrir 16:00)
Mánaðarlaun ca. 370.000.-
Eftir skatt ca. 250.000.-
Afborgun af einbýli, 20mill lán ca.110.000.- á mánuði 3,4% vextir
Bensínlítrinn, sko núna með Gaddafilátunum: 130.-
Stór matarkarfa fyrir rúma viku 2 fullorðnir, smábarn og hundur; ca.17.000.-
Afborgun af bílaláni ca. 22.000.-
Tryggingar af öllu draslinu með öllu saman á ferðalagi og hvaðeina: ca 4000 á mánuði
Ég er bara venjulegur launþegi sem tæknimaður, en þetta eru eingöngu mín laun sem ég skrifa hér fyrir ofan, og ekki konunnar. Hljómar þetta eins og íslenskur veruleiki að einhverju leyti? Ég vona að greinin misskiljist ekki, ég er bara setja þetta svona fram til að sýna fram á að Íslendingar eru að lenda í því að hækkanirnar ætla allt um koll að keyra, á meðan ríkið dregur til sín það sem það getur í öngþveiti atvinnuleysis og launastöðnunar almennings. Síðast þegar ég vissi kallast það rétt og slétt kreppa.
Og í nafni alls þess sem réttlátt er, ekki taka þennan Icesave reikning án baráttu! Segið NEI við því sem og hinu kjaftæðinu sem nú viðgengst. Og gangið Esjuna.
Góðar stundir
Haukur Sig.
Minna til ráðstöfunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2011 | 23:35
Huggulegir menn.
Ég hef átt nokkur góð samtöl við menn úr röðum vítisenglanna. Í Kaupmannahöfn sat ég fyrir tilviljun með tveimur þeirra og stóðst ekki mátið að spyrja þá um hitt og þetta. Eftir að hafa gert duglega gert grín að dönskunni minni og uppruna mínum, tóku þeir ágætlega í samtalið og forvitnina og spjallið fór á flug. Þar sem fara nú sögur af stjórnleysi og brjálæði þessara félaga, þá verð ég nú að viðurkenna að ég hélt á lofti einhvers konar grímu. Ég ætlaði ekki að fara að hrauna yfir þá með mínum meiningum og ekki heldur gefa algerlega skít í þeirra. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu mikið það kom mér á óvart að meiningar okkar voru ekki svo ólíkar. Fjölskyldugildi voru ofarlega á lista, persónufrelsi var nefnt, skattar og innflutningstollar voru varla fyrir hinn eðlilega mann að þola að mati allra við borðið, og svona mætti lengi telja. Ég velti þó aftur á móti fyrir mér hvort ég ætti að svara frá hjartanu þegar sá sem mælti mest fyrir þeirra hönd, spurði mig hvað mér fyndist um þeirra félagsskap? Eftir að hugsa mig aðeins um, undir pressu glotts þess er spurði, þá ákvað ég að svara eins hreinskilnislega og ég þorði. Ég sagði honum því að það hefði haft gríðarlega neikvæð áhrif á þeirra málstað þegar þeir ætluðu að ráða dómara af dögum með bílsprengju, og drápu fyrir mistök 6 ára stelpu en dómarann engan. Sögunni fylgdi ekki að skaðsemin fyrir þeirra félagsskap hefði verið alveg jafn mikil hefði dómarinn kvatt þennan heim en ekki stúlkan. Þeir háðu blóðugan bardaga á götum fólksins og það var of langt gengið. En stuttu útgáfa svarsins var mætt með furðumiklum skilningi. Hann var sammála því að það hefði verið fjandans klúður og sagði með einlægum svip lítils gutta að þessi gjörningur væri ekki einkennandi fyrir samtökin. Það voru bara svo mikil læti á þessum tíma. Ég tek ekki undir neina réttlætingu á mannsdrápum, en það er hreinlega merkilegt hversu öðruvísi allt horfir við þegar maður heyrir frásögnina frá einhverjum sem þekkir málefnið og söguna. Að sjálfsögðu er svo viðhorfið allt öðruvísi en hins almenna borgara þegar kemur að "smáglæpunum". Auðvitað selja þeir fíkniefni! Það er nú enginn smá markaður maður! Já... ekki getur maður svosem neitað fyrir það. Og að sjálfsögðu keyra þeir vændisbatterí! Ekkert smá að hafa upp úr því!. Humm..nei það er náttúrulega svolítið til í því. Hvað sem fólki finnst um þetta þá er reynsla að heyra þetta svona frá fyrstu hendi.
Ég hitti svo annan engil nokkrum árum síðar. Að þessu sinni seint að kvöldi í niðamyrkri í iðnaðarhverfi. Það var þó ekki skuggalegra en svo að þetta var u.þ.b. 300 metrum frá heimili mínu í Noregi, og ég var bara úti að rölta með hundinn minn. Ég get lofað hverjum sem þetta les að hjartað tekur smá polka þegar andlitshúðflúr mætir þér undan hettupeysu. Ekki gerir það stöðuna þægilegri þegar ermin á peysunni liggur niður að keðju með Boxweiler (blanda af Rottweiler og Boxer) á hinum endanum. Frá andlitsflúrinu kom nú samt nokkuð vinaleg kveðja; "God kveld" sagði sá skuggalegi og horfði upp á mig, enda nær 30cm lægri en ég, og jafnmiklu breiðari líka. "Já gú kvell" svaraði ég kurteislega, og lét svo fylgja; "Er þetta Boxweiler?" Hann hrósaði glögga útlendingnum og gat sér í kjölfarið réttilega til um heimaland mitt. "Eruð þið með Boxweiler þar?" Ég sagði honum að ég hefði ekki séð marga, en eitt sinn hefði ég boðið jafnaldra mínum að fylgjast með einum sem hann hafði bundið við staur fyrir utan veitingahús. Þar sem sá bundni varð eitthvað órólegur við hvarf húsbóndans, og ég sat einmitt í sólinni með bjór, bauð ég eigandanum að hafa bara hundinn hjá mér og svo græjuðum við vatn fyrir vininn. Þettu hefðu verið mín fyrstu kynni af Boxweiler og geðið hafði komið mér skemmtilega á óvart. Þessi litríki einstaklingur sem ég þarna stóð í myrkrinu og ræddi við, fannst eitt atriði í þessari óþarflega löngu Boxweiler sólarbjórsögu alveg ótrúlegt."Bídddu já.. var þetta vinur þinn?" spurði hann. "Ha.. nei bara einhver gaur." sagði ég. "Djöfull varstu almennilegur að bjóða honum þetta maður!" Ég sagði honum að ég hefði nú átt hunda sjálfur og ég sá bara að ég gat auðveldað gæjanum og hundinum hans stöðuna, það hefði nú verið sjálfsagt mál. "Nei sko..." sagði hann.. "Þetta er einmitt vandamálið með allt skilurðu...fólk er ekkert eitthvað svona sko! Fólki er bara skítsama einhvern veginn. Góður maður!" Svo spurði hann vingjarnlega út í hvuttann minn og var yfir sig hrifinn að Íslendingurinn hefði fengið sér norskan búhund, sem var að hans mati einhver yndislegasta hundategund sem hann vissti um. Hann afsakaði líka hvað tíkin hans var feiminn þetta kvöldið, hún væri bara alltaf lítil í sér svona rétt eftir lóðarí. Svo kvöddumst við og óskuðum hvorum öðrum að gott kvöld myndi halda þannig áfram og héldum okkar leið. Ég gat að sjálfsögðu ekki annað en brosað inni í mér að áður ókunnugur andlitsflúraður vítisengill, skrímsli að mati samfélagsins, hefði hreinlega haft fyrir því að láta mér líða vel með sjálfan mig. Ég var upphafinn af náunga mínum! Flestir hefðu haldið að það þyrfti samanburðinn við slíkt skrímsli til að uppskera þá líðan.
Fá fulla aðild að Vítisenglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2010 | 16:49
Vel svarað....
Telja vínveitingahús óheppileg fyrir skemmtanir ungmenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 17:17
Uuuhh....
"...að koma á líkamsræktarstöð falli ekki undir viðkvæmar persónuupplýsingar...."
"Í niðurstöðum Persónuverndar segir að umrædd miðlun upplýsinga úr augnskanna hafi ekki verið til þess fallin að ógna grundvallarréttindum eða frelsi hans. "
Jæja já. Ekki viðkvæmar upplýsingar þá frekar en....;
1. Hvort einhver svaf á einhverju hóteli síðastliðna nótt.
2. Hvort einhver var með einhverju flugi.
3.Hvort einhver notaði kortið sitt einhvers staðar.
4.Hvenær einhver gerði hvað hvar og með hverjum yfirhöfuð.
Ég skil tjónþolann vel að biðja um þetta, og að sjálfsögðu finnst mér að hann eigi að leiti réttlætis síns í þessu tjónamáli öllu saman, en ég get ekki annað en spurt um fylgjandi;
Hefði persónuvernd dæmt öðruvísi ef að hann hefði spurt hvort að einhver 16 ára stelpa hefði verið í stöðinni milli 13 og 15, hún væri að kæra og enginn vissi hvers vegna hann hefði spurt. En stöðin hefði bara látið hann fá upplýsingarnar.
Ef að svarið er já, þá á World Class að fá ávítur fyrir að hafa ekki eingöngu látið lögregluna fá svona upplýsingar vegna rannsóknar málsins.
Ég er alveg fullviss um að persónuvernd sér málið eingöngu svona vegna þess að "hinn var vondur fyrst"!
Eða hvað finnst ykkur?
//
Mátti miðla upplýsingum úr augnskanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2010 | 20:20
10.085.000.000.000.-
Tíu milljónir milljóna... vá segir maður bara. Hverslags tala er þetta eiginlega fyrir Íslendinga?
Ja nú hvorki man ég né nenni að athuga hversu margir vinnufærir Íslendingar eru í vinnu (þrælkun) á Íslandi, en við skulum bara gefa okkur að það séu 150.000.-
Nú ef við svo bara gefum okkur einnig að meðallaun þessa fólks sé 3.000.000.- á ári eftir skatt. Það myndi þá þýða að íslenskir launþegar væru samtals að fá útborgað 450.000.000.000.- á ári. Í orðum fjögur hundruð og fimmtíu þúsund milljónir. Eða 4% af skuldastöðu bankanna við hrun.
Náðuð þið þessu? Þessar ca. ágiskuðu tölur mínar fá það út að Íslendingar þyrftu allir að borga öll sín útborguðu laun í aldarfjórðung til að borga skuldir bankanna.
Þið þurfið ekkert að setja út á þessar tölur nema þá til að setja dæmið inn rétt reiknað. Þetta var bara svona til að setja þessa gríðarlega stóru tölu í eitthvað samhengi. Afsakið sorglega samhengið sem ég valdi.
Góðar stundir
Skuldir bankanna 86 milljarðar Bandaríkjadala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2010 | 15:31
Faðir vorið við flökun...
Það held ég að fólki þætti maður duglega geðveikur ef maður færi fram á að farið yrði með Faðir Vorið við slátrun hér. Ég tel nú flesta þá hér á landi sem ala dýr til matar öðrum í almennt nógu góðu jafnvægi til að bera virðingu fyrir dýrinu, sem og hvað dauðdagi þess þýðir fyrir okkur. En að vera að kyrja einhverjar trúarvísur yfir dýrinu finnst mér öllum þeim sem að því koma til minnkunar og heimskunar. Þá ertu hættur að selja bara dýrið og farinn að hengja verðmiða á eigin meiningar. En svo er nú þetta með að auðvitað á að selja allar afurðir. Það er þá bara hægt að segja að það hafi eitthvað verið gaulað yfir greyinu og nota svo bara sömu rök og þeir trúuðu; Það er ekkert hægt að afsanna það! Meira ruglið alltaf í þessu trúaða liði. Farið að verða ansi þreytt.
Lambakjöt á diskinn minn? Já takhbar :)
Fé slátrað að hætti múslima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2010 | 17:08
Eiginlega frekar lítið...
Ég man eftir nokkrum gömlum tölum. Fyrir einhverjum árum, kannski 2002 eða 2003, þá komu 73 milljarðar í kassann af bifreiðagjöldum og gjöldum tengdum bifreiðum og innflutningi þeirra. Þá er ekki meðtalinn nokkur skattur sem kemur af viðskiptum með bifreiðar og iðnaði tengdum þeim. 37 milljarðar af þessum 73 voru notaðir í bifreiðatengda mannvirkjagerð þetta árið. Það þótti lélegt á þeim tíma. Eru 38 milljarðar á 5 árum ekki frekar lítið í þessu samhengi?
Æjá... ég gleymdi náttúrulega. Við þurfum að borga skuldir annarra í útlöndum. Ókei sorrý gleymdi mér bara.
Góðar stundir
Framkvæmt fyrir 38 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)